Maður að nafni Paul Ceglia hefur höfðað mál á hendur Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, vegna þess að hann telur sig eiga helmingshlut í Palo Alto, félaginu um Facebook.

Ceglia byggir mál sitt á tölvupósti frá árinu 2003 sem sannar, að hans sögn, að Zuckerberg hafi fengið lánaða peninga vegna Facebook. Þá hafi þeir rætt sín á milli þróun samskiptasíðunnar. Ceglia sakar Zuckerberg um að hafa logið að sér um velgengni Facebook, en þeir voru samnemendur í Harvard á þeim tíma.

Bloomberg greinir frá málinu í dag en kæran var lögð fram í gær. Kæran er lögð fram sama daga og áralangri lagadeilu Zuckerbergs og Winklevoss-bræðranna lauk. Máli þeirra var vísað frá Alríkisdómi í gær en bræðurnir vildu rifta sáttargjörð sem þeir gerðu við Mar Zuckerberg.