Sala á einkatölvum mun taka við sér á nýjan leik þegar fólk verður orðið þreytt á því að geta stofnað ný skjöl né skrifað á spjaldtölvur. Þetta segir Bill Gates, stofnandi bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft, í samtali við sjónvarpsfréttastöðina CNBC. Breska dagblaðið Guardian fjallar um mikinn og samfelldan samdrátt í sölu á einkatölvum síðan fyrsta iPad-spjaldtölvan frá Apple kom á markað vorið 2010. Sala á spjaldtölvum hefur aukist jafnt og þétt síðan þá.

Guardian rifjar upp að einmitt fyrir þremur árum hafi Gates sagt að þegar hann skoði iPad-tölvuna sjái hann þar ekkert sem hann óski sér að Microsoft hafi búið til. Erfitt er að segja til um hvort Microsoft taki þátt í spjaldtölvuslagnum. Fyrirtækið setti í fyrra á markað spjaldtölvuna Surface, sem keyrir á nýja stýrikerfinu Windows 8. Sala á tölvunum er hins vegar talsvert undir sölu á öðrum spjaldtölvum og er hún með 1,9% hlutdeild á markaðnum. Hún er hún talsvert á eftir spjaldtölvusölu Apple. Stýrikerfi Microsoft er hins vegar frábrugðið öðrum stýrikerfum í spjaldtölvum, s.s. Android frá Google og frá Apple á þann veg að það keyrir jafnt á einkatölvum, spjaldtölvum og snjallsímum.