„Grundvallaratriðið er að gjaldeyrir komi inn í landið," segir Sigurður Einarsson, spurður um hvað hann telji að þurfi til að styðja við gengi krónunnar. „Við höfum reyndar talið svo háir vextir og haldið er uppi hér landi hjálpi lítið til," sagði Sigurður í Kastljósi Ríkissjónvarpsins.

Sigurður segist aðspurður eiga von á því að stýrivaxtalækkun sé í spilunum: „Ég byggi það á því að einkaneysla í landinu hefur snarminnkað. Það sér það hver maður sem labbar út á götur í verslanir Reykjavíkur að neyslan hefur snarminnkað," sagði Sigurður.