Tempo hlutdeildarfélag Origo hefur fest kaup á kanadíska félaginu Roadmunk Inc í Ontario, Kanada.

Roadmunk er hugbúnaður sem hjálpar fyrirtækjum að byggja upp, hanna og miðla stefnu fyrir hugbúnaðarvörur með sjónrænum hætti að því er fram kemur í tilkynningu frá Origo. Meðal viðskiptavina Roadmunk eru Microsoft, VISA, Fedex, Hulu, og NFL-íshokkídeildin.

Árlegar tekjur Roadmunk eru um 12,5 milljónir dollara og er félagið með jákvætt sjóðstreymi.

Kaupin er fjármögnuð af Tempo og verður eignarhlutur Origo í Tempo óbreyttur. Tempo var stofnað innan Origo um þróun tímastjórnunarkerfis. Origo seldi 55% hlut í Tempo á um 4,3 milljarða árið 2016 og á nú um 43% hlut í félaginu.