Tempo, dótturfélag Nýherja vann til tveggja verðlauna á Atlassian Summit ráðstefnunni í San Francisco. Verðlaunin voru fyrir mest seldu skýjalausnina og bestu markaðsherferðina.

Tímaskráningarlausnin Tempo Timesheets hlaut verðlaun fyrir mest seldu skýjaviðbótina á Atlassian Marketplace árið 2015 en sala af lausninni jókst um 54 prósent milli ára.

Verðlaunin fyrir bestu markaðsherferðina vann Tempo fyrir auglýsingar um Tempo Vision viðbótina, en það voru þrívíddargleraugu sem gerðu notendum kleift að umbreyta daglegu vinnuumhverfi með heilmyndum. Þessi kynning var aprílgabb en í tilkynningu um verðlaunin er sagt að margir hafi hlaupið apríl við vörukynninguna

Gefa 1% vörutekna til góðgerðamála

Á ráðstefnunni tilkynnti Tempo einnig um þáttöku sína í Pledge 1% góðgerðahreyfingunni, en hún gengur út á að fyrirtæki gefa 1 prósent af vörutekjum, 1 prósent af eigið fé og/eða 1 prósent af starfsmannatíma til góðgerðarmála. Tempo hefur heitið því að gefa 1% af vörutekjum til líknarmála, en um 500 frumkvöðlar og fyrirtæki um allan heim hafa tilkynnt um þátttöku sína í átakinu.