Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudaginn að sveiflujöfnunarauki fjármálafyrirtækja yrði hækkaður um tvö prósent, úr 0% í 2%, og tekur breytingin gildi eftir tólf mánuði. Nefndin aflétti kröfunni um 2% sveiflujöfnunarauka í mars 2020 vegna Covid-veirunnar en . Nú sé þó sveiflukennd kerfisáhætta „að minnsta kosti á sama stigi og hún var fyrir útbreiðslu farsóttarinnar“ vegna hratt hækkandi eignaverðs og aukinnar skuldsetningar heimilanna.

Sjá einnig: Fer fólk í verðtryggðu lánin?

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins áttu forsvarsmenn stóru bankanna von á þessu enda bankarnir allir með ríflegt eiginfjárhlutfall sem stendur. Hins vegar hafi 2% hækkun verið kannski ívið brattari hækkun en margir bjuggust við. Í útboðslýsingu Íslandsbanka, sem birt var í byrjun sumars, segir þó að bankinn hafi haft væntingar um að aukinn yrði hækkaður aftur í 2% og eiginfjárhlutfallinu hefur verið stýrt eftir því viðmiði.

Ástæðan fyrir hækkun aukans skýrist fyrst og síðast af því að Seðlabankinn vilji tempra útlánavöxt og peningamagn í umferð. Þetta hefur vissulega einhver áhrif en ekki „gríðarleg áhrif“ eins og einn viðmælandi Viðskiptablaðsins orðaði það. Verði stýrivextir hins vegar hækkaðir áfram munu áhrifin aukast en næsta stýrivaxtaákvörðun er á miðvikudaginn kemur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér