ferðakaupstefnan, Mid-Atlantic 2012
ferðakaupstefnan, Mid-Atlantic 2012
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Ferðakaupstefnan Mid-Atlantic 2012 var haldin sl. helgi í Laugardalshöll, nú í 20. sinn. Kaupstefnan er haldin á vegum Icelandair til þess að tengja saman kaupendur og seljendur ferðaþjónustu í þeim tilgangi að styrkja og auka ferðamannastraum til Íslands. Fulltrúar á Mid-Atlantic voru nú um 650 alls frá 15 löndum. Að þessu sinni komu um 420 erlendir fulltrúar frá þeim löndum sem hafa mikil ferðaþjónustutengsl við Ísland í Evrópu og Norður-Ameríku.

ferðakaupstefnan, Mid-Atlantic 2012
ferðakaupstefnan, Mid-Atlantic 2012
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Í ár voru meðal þátttakenda fjölmennar sendinefndir frá Frakklandi, Alaska og Denver í Colorado sem er nýr heilsárs áfangastaður Icelandair. Á kaupstefnunni eru haldnir kynningarfundir, sölusýningar, farið er í stuttar ferðir og haldin eru þemakvöld. Þátttakendur eru fulltrúar ferðaskrifstofa, hótela, bílaleiga, skemmtigarða og margvíslegra annarra ferðaþjónustufyrirtækja og að auki taka þátt ferðamálaráð á Norðurlöndum og ferðamálaráð þeirra svæða og borga sem Icelandair flýgur til í Norður-Ameríku.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan.