Straumur fjárfestingabanki hefur selt hlut sinn í fasteignum sem tengjast verslunarrekstri Magasin Du Nord í Danmörku. Kaupandinn er pakistanski fjárfestirinn Alshair Fiyaz sem átti fyrir helming í félaginu sem hélt utan um fasteignirnar. Búið var að selja sjálfan reksturinn til Debenhams í nóvember í fyrra. Með sölunni er búið að rjúfa tengslin milli íslenskra fjárfesta og dönsku verslunarmiðstöðvarinnar. Þetta kemur fram í Berlinske Tidende í dag.

Oscar Crohn, forstöðumaður Straums i Danmörku, segir að nú hafi verið rétti tíminn til að selja og innleysa peninga sem voru bundir í þessari fjárfestingu. Pakistaninn hafi átt kauprétt á hlut Straums í fasteignafélaginu.