Teppabúðin/Litaver, elsta sérverslunin á Íslandi með teppi, gólfdúka, veggfóður, skrautlista og hvers kyns lausnir í gólfefnum, er flutt í verslun Parka við Dalveg 10-14.

Rekstarfélag Parka, Bitter ehf, festi kaup á Teppabúðinni/Litaver um mitt síðasta ár segir í fréttatilkynningu félagsins.

„Í Parka, hefur þessari rótgrónu verslun, verið fundinn staður í glæsilegri sérdeild, þar sem hún mun halda öllum sérkennum sínum að undanskilinni málningunni. Verslunin Teppabúðin/Litaver var upphaflega stofnuð árið 1965," segir í tilkynningunni.

Var staðsett á Grensásvegi

„Teppabúðin/Litaver var staðsett á Grensásvegi, en allt frá stofnun fyrirtækisins var Litaver þar til húsa.

Í gólfefnadeildinni er boðið upp á gólfteppi frá gæðafyrirtækjum eins og EGE í Danmörku, ITC/Balta í Belgíu, Object Carpet í Þýskaland.

Sömuleiðis gólfdúka frá IVC og BIG í Belgíu, gólfmottur frá Ragolle og veggfóður frá einum stærsta framleiðanda í heimi, A.S. Creation í Þýskalandi og VEBE í Hollandi.

Sérstök áhersla er lögð á góða og umfram allt faglega samvinnu við arkitekta og verktaka vegna stærri verka, sem snúa t.d. að hótelum, fyrirtækjum, félögum og stofnunum.

Allir starfsmenn Teppabúðarinnar/Litavers færa sig yfir til Parka, þar á meðal Pétur Guðmundsson, fyrrum eigandi fyrirtækisins sem hefur komið að rekstri verslunarinnar síðan 1981.

Teppabúðin/Litaver hefur verið leiðandi í sölu á hvers kyns gólfefnum og stefnir að því að bæta úrvalið enn frekar í kjölfarið á samrunanum við Parka.

Parki er því öflugri sem aldrei fyrr, enda býður Parki upp á öll helstu gólfefni, kerfisloft, alhliða innréttingar, innihurðir, veggefni ásamt því að bjóða upp á stakar vandaðar mottur undir merkjum Persíu."