Fjárfestingafélagið Eyrir Invest hefur ákveðið að fara í heildarviðskipti við Teris. Sífellt vinsælara verður að fyrirtæki útvisti upplýsingatæknimálum sínum til utanaðkomandi aðila.

„Það er mikil viðurkenning að traust alþjóðlegt fjárfestingafyrirtæki líkt og Eyrir Invest velji Teris sem sinn samstarfsaðila í upplýsingatækni. Við hjá Teris höfum orðið varir við vaxandi áhuga á útvistun á upplýsingatækni meðal okkar viðskiptavina“, segir Sigurður Örn Hallgrímsson, forstöðumaður sölu hjá Teris.

Í tilkynningu frá Teris segir að gagna- og rekstraröryggi aukist við að fela fagaðilum rekstrur upplýsingakerfi. Jafnframt sé af því fjárhagslegt hagræði og aukin skilvirkni.