*

þriðjudagur, 22. september 2020
Innlent 11. júlí 2020 17:02

Terra hagnaðist um 165 milljónir króna

Terra umhverfisþjónusta hf. hagnaðist um 165,5 milljónir á síðasta ári samanborið við 479 milljónir árið á undan.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Terra umhverfisþjónusta hf., sem áður var Gámaþjónustan, hagnaðist um 165,5 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 479 milljónir króna árið á undan.

Rekstrartekjur félagsins árið 2019 námu 4,6 milljörðum króna og jukust þau lítillega milli ára. Laun og annar starfsmannakostnaður nam 2 milljörðum króna á síðasta ári en nam 1,9 milljörðum króna árið á undan. Eignir félagsins í árslok 2019 námu 6,3 milljörðum króna en eigið fé nam 2,5 milljörðum króna.

Eigið fé félagsins á síðasta ári nam 2,5 milljörðum króna en það var 2,6 milljarðar króna árið á undan. Handbært fé í árslok nam 115,8 milljónum króna og jókst það úr 13,8 milljónum króna 2018. Meðalfjöldi stöðugilda hjá Terra umhverfisþjónustu var 179 á síðasta ári.

Stærsti hluthafinn í fyrirtækinu er GÞ Holding ehf. og nemur hluturinn um 90,04%. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Gunnar Bragason.