Terry Brown, fyrrverandi stjórnarformaður West Ham, hefur ákveðið að hætta alfarið í stjórn félagsins. Talmaður breska knattspyrnufélagsins staðfesti þetta í breskum fjölmiðlum í dag.

Brown lét af stjórnarformennsku í West Ham þegar Eggert Magnússon og Björgólfur Guðmundsson keyptu London-liðið fyrir um 85 milljónir punda. Ekki er vitað hver tekur sæti Browns í stjórninni.