Breski rithöfundurinn Terry Pratchett lést í dag, 66 ára að aldri, að því er segir í frétt BBC. Pratchett er þekktastur fyrir bókaröð sína um Discworld heiminn, en sögurnar eru gamansamar fantasíur sem gerast á flötum heimi, sem borinn er um himingeiminn af fjórum fílum og risastórri skjaldböku.

Pratchett skrifaði á ferli sínum yfir 70 bækur, en var greindur með Alsheimer veikina árið 2007. Þrátt fyrir það hélt hann skrifum sínum áfram og lauk síðustu bók sinni síðasta sumar. Vinir Pratchett og fjölskylda voru með honum síðustu stundirnar.