Jólaverslun hjá verslunarkeðjunni Tesco í Bretlandi var góð og jókst um 5,7% yfir sjö vikur til 7. janúar miðað við sama tíma í fyrra og að teknu tilliti til nýrra verslana.

Netsala jókst verulega á milli ára og var fjöldi pantana um ein milljón síðustu fjórar vikurnar fyrir jól.

Heildarsala Tesco jókst um 11,5% að meðtöldum nýjumverslunum. Árangur verslunarkeðjunnar er mun betri en helstu keppinauta hennar og hefur markaðshlutdeild Tesco á matvörumarkaði aukist um1,5% og er nú 30,5%. ASDA er í öðru sæti með 16,7% hlut og Sainsbury's er með 16,2% matvörumarkaðarins.