Hlutabréf í verslunarkeðjunni Tesco féllu um 16% eftir að fyrirtækið gaf út afkomuviðvörun. Fyrirtækið stefni á viðskiptahagnað upp á 1,8 til 2,2 milljaðar punda en hefur nú gefið út að hagnaður nái ekki 1,4 milljörðum punda. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Dave Lewis, forstjóri Tesco, sem tók við starfinu 1. september síðastliðinn sagði að samningum við birgja hefði verð breytt og 6.000 starfsmenn hefðu verið ráðnir. Það útskýri þessa breytingu á afkomu fyrirtækisins. Hann segir að ákveðið hefði verið að taka ekki ákvarðanir til skamms tíma heldur að byggja upp góð viðskiptasambönd við viðskiptavini og birgja.