Verslunarkeðjan Tesco mun loka 43 verslunum í Bretlandi og áætlun um að opna 49 nýjar verslanir hefur verið frestað. Starfsmönnum verður fækkað og dregið saman í starfsemi fyrirtækisins. Tesco rekur meira en 3.300 verslanir í Bretlandi. Undanfarin tvö ár hefur reksturinn verið erfiður hjá Tesco sem hefur sýnt sig með minni sölu og afkomuviðvörun. Hinsvegar hækkuðu bréf í fyrirtækinu um rúm 9% í síðustu viku eftir jólahátíðina sem var betri en búist var við. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Jólasalan var 0,3% minni en árið á undan en hækkaði um 0,1% ef eldsneytið er tekið með í reikninginn. Dave Lewis, forstjóri Tesco, sagði að fyrirtækið vera að horfast í augu við grafalvarlega stöðu og að reyna að mæta kröfum viðskiptavina.