Tesco matvörukeðjan mun á næstunni bjóða upp á nýja tegund af verslunum. Viðskiptavinirnir munu ekki þurfa að stíga út úr bíl sínum við innkaupin. Mun þessi verslunarmáti minna á lúgusjoppur (e. drive-thru) en viðskiptavinurinn getur gert pöntunina heima hjá sér. Fyrsta búðin verður opnuð í breska bænum Baldock í Hertfordshire. Búast stjórnendur keðjunar að búðirnar verði vinsælar hjá uppteknum foreldrum og fólki í annasömum störfum.