Breski smásölurisinn Tesco hefur selt starfsemi sína í Taílandi og Malasíu fyrir 8 milljarða punda. Kaupandinn er tælenska félagið CP Group. BBC greinir frá þessu.

Tesco rekur um 2.000 verslanir í fyrrnefndum löndum undir vörumerkinu Tesco Lotus.

Dave Lewis, forstjóri Tesco, segir að salan geri félaginu kleift að skerpa og einfalda rekstur sinn. Þá segir hann að um 5 milljarðar punda af söluverðinu muni skila sér til hluthafa félagsins, í formi auka arðgreiðslna.