Breska smásölufyrirtækið Tesco jók markaðshlutdeild sína á breska smásölumarkaðnum á síðustu tólf vikum ársins 2006 í 31,4%, samkvæmt upplýsingum frá greiningarfyrirtækinu TNS, en markaðshlutdeild fyrirtæksins var 30,1% í byrjun ársins.

Iceland-verslunarkeðjan, sem að mestu leyti í eigu Baugs og eignarhaldsfélagins Fons, hélt markaðshlutdeild sinni í 1,8% á árinu sem leið.

Somerfield-verslunarkeðjan, sem að hluta til í eigu Kaupþings, missti markaðshlutdeild sína niður í 3,9% í fyrra úr 4,1% í byrjun ársins 2006.

Asda er annað stærsta smásölufyrirtækið á breska markaðnum með 16,6% sneið af kökunni og var markaðshlutdeild félagsins óbreytt á árinu sem leið. Asda er í eigu bandaríska smásölurisans Wal-Mart