Tesla hefur afhent Pepsi fyrstu rafflutntingabílana. Pepsi mun fá 15 trukka fyrir áramót. Wall Street Journal greinir frá.

Flutningabíllinn átti að koma á markað árið 2019 en vandamál við framleiðslu á öðrum bílum Tesla olli þessari miklu seinkun. Drægnin bílsins var sögð vera um 500 mílur, um 800 km, þegar hann var kynntur árið 2017.

Hvorki Tesla né Elon Musk vildu svara því hvert verðið er á hverjum trukk og Musk vildi ekki svara blaðinu hver framleiðslukostnaðurinn er.

Flutningabíll af svipaðri stærð með díselvél kostar um 120 þúsund dali, eða tæpar 17 milljónir.