Rafbílaframleiðandinn Tesla afhenti alls 936 þúsund bifreiðar á síðasta ári sem er um 87% aukning frá árinu 2020 þrátt fyrir skort á tölvukubbum sem hafði verulega áhrif á bilaframleiðendur. Greiningaraðilar áttu von á að fjöldinn yrði rétt undir 900 þúsund. Hlutabréfaverð Tesla hefur hækkað um 6,6% í viðskiptum fyrir opnun markaða í dag. WSJ greinir frá.

Tesla afhenti meira en 308 þúsund bíla á síðasta ársfjórðungi, samanborið við 180 þúsund á sama tímabili árið áður og 241 þúsund á þriðja fjórðungi 2021. Fjöldi afhentra bíla var um 40 þúsund meiri, eða meira en 10% yfir væntingum greiningaraðila.

Tesla framleiddi tæplega 930 þúsund bíla á síðasta ári en meira en helmingur af framleiðslunni fer fram í Shanghai samkvæmt mati Credit Suisse.

Alls voru seldir 3% fleiri bílar á heimsvísu í ár samanborið við 2020, samkvæmt IHS Markit. Hins vegar er um að ræða 12% samdráttur frá árinu 2019.