Danmörk áætlar að afnema skattaafsátt fyrir rafbíla í áföngum og skattleggja rafbíla á sama hátt og aðra bíla árið 2020, en almenn skattprósenta fyrir bifreiðar er 180% í Danmörku.

Talið er að við afnám skattaafsláttanna muni verð á Tesla Model S bíl fara úr um 12,4 milljónum íslenskra króna í 34,3 milljónir íslenskra króna.

Í umsögnum um frumvarpið er bæði bent á að þetta muni leiða til færri seldra Tesla bíla í Danmörku og að þetta muni jafna samkeppnisstöðu Tesla gagnvart keppinautum á markaðnum, en hingað til hefur skataafslátturinn veitt Tesla töluvert forskot á samkeppnisaðilana.

Tillagan hefur verið gagnrýnd af umhverfisverndarsamtökum en hún markar töluverða breytingu frá stefnu fyrri ríkisstjórnar, en hún reyndi markviss að stýra neytendum í átt að rafbílum.

Bloomberg greinir frá.