Rafbílaframleiðandinn Tesla, gekk á dögunum frá samningum við indónesíska nikkelframleiðendur, um kaup á málminum til rafhlöðuframleiðslu. Heildarvirði samningana nemur 5 milljörðum dollara, sem nemur um 690 milljörðum króna á gengi dagsins. Reuters greinir frá.

Indónesía er stærsta hagkerfi Indónesíu og er ríkt af nikkelnámum. Yfirvöld þar austra hafa ítrekað reynt að gera hosur sínar grænar fyrir Tesla og fá rafbílaframleiðandann til að opna verksmiðjur í landinu. En forseti Indóensíu, Joko Widodo hitti Elon Musk, forstjóra Tesla fyrr á árinu til að ræða hugsanleg fjárfestingatækifæri þess síðarnefnda í landinu.