Hlutabréf í Tesla Motors Inc hafa hækkað í morgun í kjölfar frétta um að sala fyrirtækisins hafi hækkað um 69% á fyrsta ársfjórðingu ársins og náð 25 þúsund bílum.

Þegar þetta er skrifað nemur gengishækkun bréfanna 4,79% og fæst hvert bréf félagsins á 291,62. Bílaframleiðandinn stefnir jafnframt að því að afhenda 50 þúsund bíla á fyrri helmingi ársins, félagið birti sölutölur.

Í síðustu viku tilkynnti kínverska tæknifyrirtækið Tencent að það hefði keypt 5% hlut í bílaframleiðandanum, en væntingar eru um að með samningnum komi aukin þekking og aðgangur inn á gríðarstóran bílamarkað Kína.

Þrátt fyrir mikla aukningu er sala á rafbílum enn einungis um 1% allra bílasölu, en nú stefnir félagið á að gefa út nýjan bíl, Model 3, sem það leggur allt undir með.

En rafbílar hafa einungis náð 5% markaðshlutdeild í Bandaríkjunum en með kaupunum er fyrirtækið, sem er eitt stærsta tæknifyrirtæki Kína, að veðja á vöxt í Kína.

Musk er enn stærsti hluthafinn með um 21% hlut við árslok 2016, en Tencent er nú orðinn sá fimmti stærsti á eftir fjárfestingarfélögunum Fidelity, Baillie Giffort og T Rowe Price.