Hlutabréf í rafbílaframleiðandanum Tesla hafa lækkað mjög skarpt að undanförnu. Fyrir mánuði síðan stóð gengi bréfanna í 998 en endaði í 628 við lokun kauphallarinnar í New York í gærkvöldi.

Margar ástæður er fyrir lækkuninni. Hlutabréf hafa almennt lækkað mikið þennan mánuð. Nasdaq vísitalan, sem inniheldur næstum öll fyrirtæki á markaðnum, hefur lækkað um 13,38%.

Sumir telja að yfirtökutilboð Elon Musk aðaleiganda Tesla á Twitter hafi einnig skaðað gengi félagsins, en Twitter hefur líka lækkað mikið, eða um tæp 31% síðasta mánuðinn. Musk á 7,2% hlut í Twitter.

Mikilvægasta verksmiðja Tesla er í Shanghai í Kína. Miklar truflanir hafa verið á framleiðslunni vegna lokana sökum Covid-19. Margir greinendur á Wall Street telja að framleiðslutruflanir í Shanghai muni hafa mikil áhrif á uppgjör félagsins á fyrri helmingi ársins og hugsanlega á ársuppgjörið.

Gengi Tesla for hæst í 1.243 í nóvember og hefur því lækkað um næstum helming síðan þá. Í nóvember gerði Elon Musk óformlega könnun á Twitter hvort hann ætti að selja 10% hlutafjár síns í Tesla. Niðurstaðan var já og í framhaldinu seldi Musk sem nemur 10%. Í ár hefur hann selt enn meira vegna kaupanna á Twitter og á nú um 15% hlutabréfa í Tesla.