*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Erlent 17. júní 2018 17:32

Tesla í ljósum logum

Eldur kviknaði í Teslu breska leikstjórans Michael Morris meðan bíllinn var í akstri. Myndband af atvikinu er í fréttinni.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Eldur kviknaði í Teslu breska leikstjórans Michael Morris meðan bíllinn var í akstri. Eldurinn virðist hafa kviknað af sjálfu sér. Í frétt á vef BBC er haft eftir Mary McCormack, eiginkonu leikstjórans að ekkert hafi amað að þegar eldurinn kviknaði og að hún sé þakklát fyrir að dætur hennar hafi ekki verið í bílnum þegar eldurinn kviknaði.

Í tilkynningu frá Tesla segist fyrirtækið munu bjóða yfirvöldum alla mögulega aðstoð við rannsókn á atvikinu og fagna því umfram allt að engan hafi sakað alvarlega í brunanum.