Bílaframleiðandinn Tesla hefur innkallað 123.000 Model S vegna viðhalds. Gallinn hefur ekki valdið neinum óhöppum að sögn fyrirtækisins. Innköllunin kemur í kjölfar einnar mestu lækkunar á hlutabréfum í fyrirtækinu undanfarin ár.

Í frétt á vef Bloomberg segir að innköllunin snerti aðeins Tesla Model S sem voru framleiddar fyrir apríl 2016 en hafi engin áhrif á Model X eða Model 3. Talið er að innköllunin kosti fyrirtækið um 60 milljónir dollara. Fjárfestingasjóður segir að þetta, ásamt öðru, hafi reynt á þolinmæði fjárfesta en að eftir sem áður hafi þeir fulla trú á að Tesla komi til með að standa sig.