Tesla Motors Iceland ehf. hefur tilkynnt Neytendastofu um að innkalla þurfi 3 Tesla Model X bifreiðar af árgerð 2014 til 2016. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að vökvastýri virki ekki sem skyldi.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um hefur Tesla bifreiðum á Íslandi fjölgað hratt undanfarin misseri, en Model X bifreiðarnar eru af eldri og dýrari gerð en þeirri sem nú er byrjað að afhenda hér á landi.

Áður en nýju Model 3 bifreiðarnar fóru að koma á göturnar hér á landi voru um 150 Teslur á Íslandi, en útibúið hér á landi, fyrrnefnt Tesla Motors Iceland, hefur fengið hundruð pantana af nýju gerðinni sem sögð er vera á samkeppnishæfara verði en eldri gerðiarnar.