*

miðvikudagur, 22. september 2021
Innlent 9. júlí 2021 11:45

Sex milljarða sala Teslu á Íslandi

Sala Teslu á Íslandi nam 6,1 milljarði króna á síðasta ári en fjöldi nýskráðra Tesla þrettánfaldaðist á milli ára.

Snær Snæbjörnsson
Herjólfur Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Teslu á Íslandi.
Kristinn Magnússon

Sala Teslu á Íslandi nam 6,1 milljarði króna á síðasta ári en nýskráðar Teslur þrettánfölduðust hér á landi á milli ára.  

Á síðasta ári voru 907 Teslur nýskráðar á Íslandi miðað við 70 árið áður. Í byrjun árs 2020 voru aðeins um 150 Teslur í umferð hér á landi. Eingöngu bifreiðir af tegundunum Toyota og Kia voru oftar nýskráðir hér á landi í fyrra.  

Hagnaður félagsins á Íslandi nsm 72 milljónum króna en rekstrarhagnaður var um 91 milljón króna. Kostnaðarverð seldra vara var um 5,7 milljarðar króna og launakostnaður 141 milljón.

Sjá einnig: Kaupa Teslur fyrir milljarða

Eignir félagsins námu 1,32 milljörðum króna á árinu og þar af var eigið fé Teslu var 223 milljónir króna. Tesla opnaði sitt fyrsta útibú hér á landi í september árið 2019 og í dag opnaði bílaframleiðandinn nýtt hönnunarstúdíó á netinu þar sem hægt er að hanna eigin Model Y. Bíllinn er með allt að 505 km drægni og um 3,7. til 5,1 sekúndur í 0-100km/klst. 

Bíllinn kemur í tveimur útgáfum, „Long Range" og „Performance" og einnig verður hægt að fá bílinn með aukinni sjálfkeyrslugetu. Tesla Motors Iceland ehf. er dótturfélag Tesla International B.V.

Stikkorð: Tesla