Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hefur gengið frá kaupum á sólarrafhlöðuframleiðandanum Solar City og nemur kaupverðið 2,6 milljörðum dala, andvirði um 315 milljarða íslenskra króna.

Í frétt BBC segir að forstjóri Tesla, Elon Musk, eigi nú þegar 22% hlut í Solar City og situr í stjórn fyrirtækisins. Hann er einnig frændi forstjóra Solar City.

Solar City hefur frest til 14. september til að fá betra tilboð í hlutabréfin.