Rafmagsbílaframleiðandinn Tesla er orðið fjórða verðmætasta bílafyrirtæki heims eftir að gegni hlutabréfa fyrirtækisins hækkaði um 1,4% í morgun. Heildarmarkaðsvirði félagsins er nú 61,6 milljarðar dollara, 400 milljónum hærra en BMW.

Tesla er eins og áður segir fjórði verðmætasti bílaframleiðandi heims á eftir Toyota, Daimler AG og Volkswagen.

Er hækkunin á hlutbréfaverði Tesla rakin til þess að Elon Musk, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins gaf það út í vikunni að framleiðsla Model 3 sedan bílnum frá Tesla muni hefjast í júlí. Verður sá bíll sá ódýrasti sem fyrirtækið hefur sent frá sér.