Hlutabréf rafbílaframleiðandans Teslu lækkuðu um tæp 16% í síðustu viku.

Lokagengi föstudaginn 30. september var 265,25 dalir á hlut en markaðurinn lokaði í gær á 223,07 dali á hlut.

Þetta er versta vikan Teslu á hlutabréfamarkaðnum frá því í mars 2020, þegar Covid tók að breiðast hratt út um heiminn.

Teslu hefur að undanförnu ekki tekist að framleiða og afhenda bíla í samræmi við áætlanir. Er það stór ástæða þess að bréfin lækkuðu í vikunni.