Gengi hlutabréfa bílaframleiðandans Telsa hefur lækkað um 5,73% það sem af er degi. Lækkunin kemur í kjölfarið á því að fyrirtækið greindi frá því að fjöldi seldra bíla hafi dregist saman á frá fyrsta ársfjórðungi samkvæmt frétt Bloomberg . Tesla seldi um 22.000 bíla á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 25.051 á þeim fyrsta.

Hlutabréfaverð félagsins hefur ekki verið lægra í rúman mánuð og stendur nú í 332,71 dollurum. Samkvæmt greiningaraðila hjá Goldman Sachs virðist eftirspurn eftir Model S sedan og Model X bílum Tesla vera að dragast saman en þessir bílar eru í efri verðflokki.

Elon Musk, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins vonast til þess að eftirspurn eftir þessum tegundum muni áfram vera sterk þar sem fyrirtækið hefur fjárfest háum upphæðum í framleiðslu og þróun á Model 3 sedan bílnum sem verður ódýrari en fyrri tegundir frá Tesla.