*

mánudagur, 3. ágúst 2020
Innlent 2. maí 2019 13:13

Tesla leitar að starfsfólki á Íslandi

Tesla auglýsir fimm stöður á Íslandi í aðdraganda opnunar þjónustumiðstöðvar á Krókhálsi.

Ritstjórn
Hraðskreyð rauð Teslabifreið með Esjuna í bakgrunni.
Haraldur Guðjónsson

Fimm lausar stöður í Reykjavík eru auglýstar á vef Tesla rafbílaframleiðandans, í fyrirhugaðri bílasölu fyrirtækisins á Krókhálsi sem sagt hefur verið frá í fréttum.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá svaraði Elon Musk sjálfur fyrirspurn á Twitter um hvað þyrfti til að fá bílasölu og þjónustumiðstöð frá Tesla hér á landi, fyrst meiri rafbílasala hefði verið hér á landi á síðasta ári heldur en í Danmörku og Finnlandi á síðasta ári. Þrátt fyrir þetta komu síðar fréttir um lokanir verslana Tesla víða um heim.

Stofnaði fyrirtækið í kjölfarið dótturfélag hér á landi undir heitinu Tesla Motors Iceland ehf., en stjórnarformaður þess er David Jon Feinstein, framkvæmdastjóri alþjóðaviðskipta og nýrra markaðssvæða hjá fyrirtækinu. Stöðurnar sem auglýstar eru snúa að bæði sölu á Tesla bílum og þjónustu þeirra.

Þær eru sem hér segir, með íslenskri útleggingu á starfstitlinum inn í sviga:

  • Service Technician - Service & Energy Installation (Tæknimaður í þjónustu, sér um þjónustu og uppsetningu orkugjafa)
  • Service Advisor - Service & Energy Installation (Þjónusturáðgjafi, sér um þjónustu og uppsetningu orkugjafa)
  • Sales Advisor - Sales & Customer Support ( Söluráðgjafi, sér um sölu og viðskiptaráðgjöf)
  • Store Manager - Sales & Customer Support ( Verslunarstjóri, sér um sölu og viðskiptaráðgjöf)
  • Product Specialist - Part Time - Sales & Customer Support ( vörusérfræðingur í hlutastarfi, sér um sölu og viðskiptaráðgjöf)
Stikkorð: Tesla Krókháls laus störf