Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla Motors seldi 5.500 bíla undir merki sínu á þriðja ársfjórðungi. Þar af voru 1.000 bílar seldir í Evrópu. Önnur eins bílasala hefur aldrei sést í sögu Tesla Motors. Til samanburðar seldi Tesla Motors engan bíl í Evrópu á öðrum ársfjórðungi.

Fyrirtækið framleiðir nú 550 nýja rafbíla á viku, samkvæmt umfjöllun netútgáfu GPDInsider af málinu.

Elon Musk, stofnandi og forstjóri Tesla Motors, segir í samtali við GPDInsider að hann sé hæstánægður með S-módelið af Tesla-bílnum og hversu vel sala á bílnum gangi. Hún skilaði m.a. annars því að handbært fé Tesla Motors jókst um 49 milljónir dala á milli fjórðunga og nam í lok þriðja ársfjórðungs 796 milljónum dala.

Þrátt fyrir þessa góðu sölu lækkuðu hlutabréf Tesla um tæp 5% eftir tilkynninguna. Líkleg ástæða er að sérfræðingar höfðu spáð meiri fleiri afhendingum á tímabilinu, um 5.850 bílum í stað 5.500.

Nýverið var frá því greint að félagið Northern Lights Energy hafi selt 20 Tesla Model S hér á landi. Ódýrasti bílinn kostar frá 11,8 milljónum króna og upp í 13,8 milljónir. Á meðal kaupenda var Skúli Mogensen, forstjóri Wow air. Hann dásamaði bílinn í samtali við VB Sjónvarp .