*

fimmtudagur, 24. september 2020
Innlent 26. mars 2020 09:50

Tesla orðið söluhæst á árinu

307 Tesla fólksbílar hafa verið nýskráðir á árinu, en þeir hafa svo til allir verið skráðir í þessum mánuði.

Júlíus Þór Halldórsson
Flestir afhentir Tesla bílar þessa dagana munu vera af gerðinni Model 3.

Fleiri Tesla fólksbílar hafa nú verið nýskráðir á árinu en frá nokkrum öðrum framleiðanda. Alls hafa 307 bifreiðar frá bandaríska rafbílaframleiðandanum verið skráðar, en 301 Toyota fólksbifreið, og 207 Volkswagen. Séu sendibílar taldir með hefur Toyota þó enn vinninginn með samtals 339 nýskráða bíla á árinu.Þetta kemur fram á tölfræðivef Samgöngustofu.

Sé marsmánuður skoðaður sérstaklega er munurinn öllu meiri. Tesla hóf ekki afhendingar bifreiða fyrr en rétt undir lok febrúarmánaðar, og því hafa 295 verið skráðar það sem af er þessum mánuði, en 96 Toyota fólksbílar hafa verið skráðir á sama tíma.

Við þetta má svo bæta að í upphafi árs voru aðeins rétt um 150 Tesla bifreiðar á landinu, og hefur fjöldi þeirra því ríflega þrefaldast á einum mánuði, eins og glöggir landsmenn hafa hugsanlega orðið varir við í umferðinni.

Stikkorð: Tesla