Elon Musk sem er stofnandi og forstjóri stærsta bílaframleiðanda heims, Tesla, hæddist að verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) og þeim sem hafa verið að skortselja félagið á Twitter í gær. Tístin má sjá hér að neðan.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Musk lendir í ágreining við SEC en árið 2018 var hann kærður af nefndinni fyrir tíst þess efnis að hann ætlaði að afskrá félagið. Í kjölfarið steig hann niður sem stjórnarformaður félagsins og var sektaður um 20 milljón dollara. Fox segir frá.

Tíst Musk koma í kjölfarið á miklum hækkunum á hlutabréfum Tesla en þau hækkuðu um tæplega 8% í viðskiptum gærdagsins. Hvert bréf kostar nú rúmlega 1.200 dollara og hafa þau aldrei verið hærri en markaðsvirði félagsins tók nýverið fram úr markaðsvirði Toyota og er því verðmætasti bílaframleiðandi heims.