*

fimmtudagur, 24. september 2020
Erlent 3. júlí 2020 18:02

Tesla rýkur upp og Musk hæðist að SEC

Í tísti Elon Musk hæðist hann bæði að verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna og þeim sem skortselt hafa bréf félagsins.

Ritstjórn
Elon Musk reykir kannabis maríúana jónu í þætti Joe Rogan í september 2018.

Elon Musk sem er stofnandi og forstjóri stærsta bílaframleiðanda heims, Tesla, hæddist að verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) og þeim sem hafa verið að skortselja félagið á Twitter í gær. Tístin má sjá hér að neðan.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Musk lendir í ágreining við SEC en árið 2018 var hann kærður af nefndinni fyrir tíst þess efnis að hann ætlaði að afskrá félagið. Í kjölfarið steig hann niður sem stjórnarformaður félagsins og var sektaður um 20 milljón dollara. Fox segir frá.

Tíst Musk koma í kjölfarið á miklum hækkunum á hlutabréfum Tesla en þau hækkuðu um tæplega 8% í viðskiptum gærdagsins. Hvert bréf kostar nú rúmlega 1.200 dollara og hafa þau aldrei verið hærri en markaðsvirði félagsins tók nýverið fram úr markaðsvirði Toyota og er því verðmætasti bílaframleiðandi heims.

Stikkorð: Twitter skortsala Tesla SEC Elon Musk