Svo virðist sem bílaframleiðandanum og tæknifyrirtækinu Tesla takist að afla allt að 1,8 milljarð Bandaríkjadala með sölu skuldabréfa til fagfjárfesta. Markmiðið með sölunni er að afla fjármuna fyrir framleiðslu á nýjasta bíl fyrirtækisins, Model 3 en upphæðin er hærri en fyrri tilkynningar fyrirtækisins höfðu gert ráð fyrir.

Talsmaður fyrirtækisins segir að fjármagnið verði nýtt til að stuðla að stöðugleika í rekstri fyrirtækisins og efla framleiðslu á Model 3, en mikill áhugi virðist vera meðal vera fjárfesta.

Markmiðið er að byrja að framleiða 5.000 Model 3 bifreiðar á viku fyrir enda ársins. Fyrirtækið áætlar að eyða um 100 milljónum Bandaríkjadollara á viku til að ná því markmiði.