*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Erlent 13. júní 2018 12:16

Tesla segir upp 3.000 starfsmönnum

Uppsagnirnar eru sagðar tengjast endurskipulagningu á fjárhag félagsins.

Ritstjórn
Elon Musk, forstjóri Tesla.
epa

Rafbílaframleiðandinn Tesla mun á næstunni segja upp u.þ.b. 3.000 starfsmönnum sínum, eða um 9% af heildarfjölda starfsfólks fyrirtækisins. Þetta kemur fram á vef BBC.

Fyrirtækið vill meina að þessar uppsagnir tengist endurskipulagningu á fjárhag félagsins, en með endurskipulagningunni sé stefnt á að draga úr kostnaði og auka arðsemi félagsins.

Að sögn Elon Musk var þessi ákvörðun um að segja upp starfsmönnunum mjög erfið.   

Stikkorð: Tesla Elon Musk
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is