Hlutabréf í rafbílaframleiðandanum Tesla hækkuðu hressilega í kjölfar jákvæðs fjórðungsuppgjörs sem sló væntingum markaðs- og greiningaraðila við og setti sér markmið um að ná „auðveldlega“ að selja 500 þúsund bíla á árinu. Marketwatch segir frá .

Hagnaður félagsins nam 105 milljón Bandaríkjadölum á síðasta ársfjórðungi og dróst saman um fjórðung milli ára, en var þó yfir spám. Séu einskiptisliðir undanskildir nam hagnaðurinn hinsvegar 386 milljónum dala og jókst um 12% milli ára. Tekjur námu 7,4 milljörðum dala og jukust um 2,8% frá fyrra ári.

Bréfin hækkuðu um 12% frá opnun markaða í dag þegar mest lét, en þegar þetta er skrifað standa þau um 11% yfir opnunarverðinu og ganga kaupum og sölum á 645 dali hvert. Aðeins er rúmt hálft ár síðan bréfin voru vel undir 200 dölum á hlut, og nemur hækkunin frá því um mitt síðasta ár því um 3,6-földun.

Heildarmarkaðsvirði Tesla er um 116 milljarð dalir, vel rúmlega tvöfalt 47 milljarð dala markaðsvirði gamalgróna bandaríska bílaframleiðandans General Motors.