Rafbílaframleiðandinn Tesla hyggst opna nýja verksmiðju í Texas þetta sumar. Fregningar komu fram í tilkynningu félagsins til yfirvalda í Texas, enn fremur kom fram að Texas væri ekki staðfest staðsetning þar sem Oklahome kæmi einnig til greina. Ef Texas veiti félaginu nægjanlega hagstæða skatta mun fylkið bera sigur af hólmi.

Verksmiðjan ætti að vera fyrir framleiðslu á rafmagnspallbíl Tesla og Model Y. Frá þessu er greint á vef Reuters.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem yfirvöld í Texas fengu hyggst Tesla fjárfesta um milljarð dollara til að byggja 4-5 milljón fermetra verksmiðju og vill félagið ráða um 5.000 starfsmenn til vinnu.