Elon Musk, framkvæmdarstjóri og stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla, hefur gefið út að Tesla hyggst auka framleiðslu á rafmagnstrukk sínum sem ber heitið Semi. Tilkynningin kemur í kjölfarið á því að hlutabréfaverð rafbílaframleiðandans, Nikola, tvöfölduðust, en Nikola var nýlega skráð á markað í Nasdaq kauphöllina.

Bílinn var fyrst kynntur til sögunar árið 2017 og var þá lagt til að hefja framleiðslu á honum árið 2019. Musk hefur hins vegar sagt nýlega að framleiðsla hefjist 2021. Frá þessu er sagt á vef Reuters.

Félögin eiga það sameiginlegt að hafa verið rekin með tapi, en áhugavert verður að sjá samkeppni þar á milli. Nikola hefur sagt frá því að félagið réði Mark Duchesne, fyrrum stjórnanda hjá Tesla, yfir til sín.