Rafbílaframleiðandinn Tesla hyggst nú framleiða ökutæki sem búa yfir tækni sem gerir þá sjálfkeyrandi. Frá þessu er greint í frétt breska ríkisútvarpsins.

Þrátt fyrir að bíllinn búi yfir þessari tækni  er þó líklega enn nokkur tími í það að bílarnir verði sjálfkeyrandi að fullu.

Á seinasta ári kynntu Tesla til leiks svokallað „Autopilot“ kerfi - en í nýju bílunum verður sá eiginleiki ekki til staðar. Í staðinn verður hægt að nýta sér hina ýmsu þætti sem tengjast nýja sjálfkeyrslukerfi bílanna.

Haft er eftir Elon Musk stofnanda Tesla að það yrði öfurtölva í bílunum en það væri löggjafans að ákveða hvort að það væri hægt að nýta bílana í keyrslu.