*

miðvikudagur, 8. desember 2021
Erlent 1. júlí 2020 18:01

Tesla verðmætasta bílafyrirtæki heims

Markaðsvirði Tesla hefur hækkað upp fyrir virði Toyota og er rafbílaframleiðandinn þvi verðmætasta bílafyrirtæki heims.

Ritstjórn
Elon Musk er meðal annars framkvæmdastjóri Tesla og SpaceX.

Hlutabréfaverð rafbílaframleiðandans Tesla hafa hækkað um rúmlega 3% það sem af er dags og hafa þau tvöfaldast á þessu ári. Hvert bréf í félaginu kostar því rúmlega 1.100 dollara. 

Markaðsvirði félagsins er því um 206 milljarða dollara en markaðsvirði Toyota er um 202 milljarðar dollara. Markaðsvirði Ford er um 23,7 milljarðar dollara.

Sjá einnig: Tesla brýtur 1.000 dollara múrinn

Samkvæmt vef Markets Insider mun félagið vera kjörgengt fyrir skráningu á S&P 500 sem myndi auka eftirspurn eftir bréfum félagsins verulega. 

Áhugavert er að framleiðsla Tesla er um 103 þúsund bílar á fyrsta ársfjórðungi 2020 sem er um 4% af framleiðslu Toyota sem hefur gert um 2,4 milljónir bíla á sama tíma. Markaðsvirði Tesla tók fram úr virði Volkswagen í janúar og er nú tvöfalt verðmætari.

Stikkorð: Toyota Tesla Elon Musk