*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Erlent 26. ágúst 2018 09:31

Tesla verður áfram skráð á markað

Elon Musk, forstjóri rafbílaframleiðandafyrirtækisins Tesla, tilkynnti síðastliðinn fimmtudag að fyrirtækið yrði áfram skráð á markað.

Ritstjórn
Elon Musk, forstjóri Tesla.

Elon Musk, forstjóri rafbílaframleiðandafyrirtækisins Tesla, tilkynnti síðastliðinn fimmtudag á stjórnarfundi að fyrirtækið yrði áfram skráð á markað. Þetta kemur fram í frétt Financial Times

Margir fjárfestar fyrirtækisins telja ákvörðunina vera skynsamlega. Fyrir um það bil þremur vikum síðan tilkynnti Musk á Twitter-síðu sinni að hann hyggðist afskrá fyrirtækið af markaði. Svo virðist sem honum hafi nú snúist hugur. 

"Ég trúi því að hagsmunum Teslu sé betur borgið með því að vera áfram skráð á markað," ritaði Musk í blogg-færslu á heimasíðu fyrirtækisins.

Sex stjórnarmenn í fyrirtækinu hafa lýst því yfir stuðningi við ákvörðunina. Musk segir að hann hafi komist að þessari niðurstöðu eftir viðræður við hluthafa og ráðgjafa frá Silver Lake, Goldman Sachs og Morgan Stanley þar sem rætt var um hvernig unnt væri að útfæra áætlunina. 

Stikkorð: Tesla Elon Musk
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is