*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Erlent 23. júlí 2018 18:03

Tesla vill endurgreiðslu frá birgjum

Hlutabréf í Tesla féllu um rúm 5% í kjölfar frétta þar sem fram kom að fyrirtækið hafi óskað eftir endurgreiðslu frá birgjum sínum.

Ritstjórn

Hlutabréf í Tesla féllu um rúm 5% í kjölfar frétta þar sem fram kom að fyrirtækið hafi óskað eftir endurgreiðslu frá birgjum sínum. WSJ greinir frá þessu.

Að sögn fyrirtækisins þá var þessi aðgerð eðlilegur partur af innkaupasamningaviðræðum.

Endurgreiðslubeiðnin er talin tengjast greiðslum sem Tesla hefur greitt til hluta af birgjum sínum síðan árið 2016 og óljóst sé hversu margir birgjar hafi fengið þessa beiðni.

Tesla hafa undanfarið verið að leita leiða til að styrkja fjárhagsstöðu fyrirtækisins og í síðasta mánuði gaf fyrirtækið það út að það ætlaði að segja upp 3.000 starfsmönnum, sem nemur um 9% af starfsfólki fyrirtækisins.

Stikkorð: Tesla
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is