Elon Musk segir sölu Tesla Motors í Kína ganga ágætlega, þrátt fyrir erfiðleika í fyrstu. Þá sé markmið fyrirtækisins að hefja samstarf við innlendan aðila um framleiðslu á rafbifreiðum þess í Kína, ekki seinna en um mitt ár 2016. Kínverska ríkisstjórnin leggur á háa tolla við innflutning bifreiða, svo það er Tesla Motors mjög í hag að eiga eigin verksmiðju í landinu.

Nú þegar hefur fyrirtækið komið upp heilum 15 útibúum í Kína - þar með talið í Hong Kong, en þar á bæ eru heilar 42 ’Supercharger’ hleðslustöðvar. Á síðasta ári tókst fyrirtækinu að selja 2.221 Tesla Model S bifreið í Hong Kong, sem nemur um 80% heildarsölunnar í Kína.

Milli upphafs 2014 og ársloka 2015 jókst magn rafbíla í borgríkinu Hong Kong um heil 240%, sem Musk segir að mestu leyti ríkisívilnunum að þakka. Þar eð stjórnmálaöfl í Hong Kong eru að miklu leyti sjálfráða á rafbílaframleiðandinn auðveldar með að selja þar en á meginlandi Kína, þar sem kommúnistaflokkurinn hamlar viðskiptum félagsins.