Eigendur bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla Motors hafa uppi áform um að verja sem nemur 2 milljörðum dala, rúmum 220 milljörðum íslenskra króna, til byggingar á risaverksmiðju sem ætlað er að framleiða rafhlöður í Teslabíla. Horft er til þess að verksmiðjan rísi innan þriggja ára.

Bandarískir fjölmiðlar segja verksmiðjuna rísa í suðvesturríkjum Bandaríkjanna. Nánari staðsetning hefur ekki verið gefið upp.

Skortur á rafhlöðum hefur hamlað sölu á rafbílum undir merkjum Tesla og þarf að auka framleiðsluna verulega, ekki síst áður en þriðja kynslóð rafbílsins lítur dagsins ljós. Búist er við því að sú gerð bílsins verði ódýrari en þeir bílar sem nú eru á götum, þ.e. kosti 40 þúsund dali í stað um 70 þúsund eða sem svarar til 4,5 milljóna íslenskra króna.

Panasonic framleiðir rafhlöður fyrir bíla Tesla nú.