Teton ehf., eignarhaldsfélag í eigu fruminnherja Kögunar hf., Gunnlaugs M. Sigmundssonar, forstjóra (20%), Vilhjálms Þorsteinssonar, stjórnarmanns (40%) og Arnar Karlssonar stjórnarformanns (40%), hefur selt dótturfélagi Dagsbrúnar öll hlutabréf sín í Kögun, 29.218.833 hluti eða 15,4% segir í tilkynningu félagsins.

"Eigendur Teton eru mjög sáttir við kaup Dagsbrúnar á leiðandi hlut í Kögun. Dagsbrún er öflugt félag og tilbúið að styðja við viðskiptastefnu Kögunar. Sömu stjórnendur verða áfram við stjórnvölinn hjá Kögun og verkefnin óbreytt. Við hlökkum til samstarfsins við Dagsbrún og erum í kjölfar kaupanna fjárfestar í því félagi," segir Örn Karlsson framkvæmdastjóri Teton í tilkynningu frá félaginu.